fim 05. mars 2020 15:03
Elvar Geir Magnússon
Agnelli: Á Atalanta að vera í Meistaradeildinni?
Andrea Agnelli.
Andrea Agnelli.
Mynd: Getty Images
Andrea Agnelli, forseti Juventus, lét umdeild orð falla á fótboltaviðskiptaráðstefnu í London. Hann ýjaði að því að Atalanta ætti ekki að hafa aðgang að Meistaradeild evrópu.

„Ég ber mikla virðingu fyrir öllu því sem Atalanta er að gera en án þess að hafa alþjóðlega sögu bak við sig og eftir aðeins eitt frábært tímabil þá er liðið með aðgang að stærstu félagakeppni Evrópu. Er það rétt eða rangt?" sagði Agnelli.

„Svo hugsa ég út í Roma sem hefur skilað miklu undanfarin ár sem hefur svo hækkað Ítalíu á styrkleikalistum. Liðið á eitt vont tímabil og fær ekki að vera með, því fylgir svo mikill skellur fjárhagslega."

Agnelli vill greinilega að fyrkomulaginu verði breytt en Atalanta endaði í fjórða sæti í ítölsku A-deildinni í fyrra og er í fjórða sætinu núna. Þá er liðið 4-1 yfir í fyrri leik sínum gegn Valencia í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner