Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 05. mars 2020 14:23
Magnús Már Einarsson
Ancelotti sektaður eftir lætin gegn Man Utd
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, hefur verið sektaður um 8000 pund (1,3 milljón króna) af enska knattspyrnusambandinu eftir rauða spjaldið sem hann fékk eftir 1-1 jafnteflið gegn Manchester United um helgina.

Ancelotti var ósáttur eftir að mark var dæmt af Dominic Calvert-Lewin seint í leiknum þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var rangstæður þegar hann lá á vellinum fyrir framan David De Gea.

Ancelotti lét Chris Kavanagh dómara heyra það eftir leikinn og fékk rauða spjaldið.

Enska knattspyrnusambandið hefur nú tekið málið fyrir og Ancelotti sleppur við bann. Hann þarf hins vegar að borga sekt eftir rauða spjaldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner