fim 05. mars 2020 20:13
Brynjar Ingi Erluson
Búlgaría: Hólmar Örn hjálpaði Levski Sofia að komast í undanúrslit
Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í Levski Sofia eru komnir í undanúrslit
Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í Levski Sofia eru komnir í undanúrslit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar hans í Levski Sofia eru komnir í undanúrslit búlgarska bikarsins eftir að hafa unnið Ludogorets í vítakeppni í dag.

Hólmar Örn er lykilmaður í vörn Levski en hann lék allan leikinn er liðið komst í undanúrslit bikarsins í dag.

Staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma og þurfti því að fara með leikinn í framlengingu en ekkert var skorað þar og því vítakeppni sem þurfti að ákveða sigurvegara.

Levski vann 6-5 í vítakeppninni en Hólmar Örn skoraði úr sjötta víti liðsins og hjálpaði liðinu að komast í undanúrslitin.

CSKA Sofia, Lokomotiv Plovdiv og Botev Plovdiv eru öll komin í undanúrslit bikarsins en ekkert lið hefur unnið bikarinn jafn oft og Levski en liðið hefur unnið keppnina 25 sinnum.

Levski er í harðri baráttu í búlgörsku deildinni þá en liðið er í 2. sæti með 45 stig, sjö stigum á eftir Ludogorets.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner