Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 05. mars 2020 07:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fahrmann reynir að komast frá Norwich til Noregs
Fahrmann hefur lítið fengið að spreyta sig með Norwich.
Fahrmann hefur lítið fengið að spreyta sig með Norwich.
Mynd: Getty Images
Þýski markvörðurinn Ralf Fahrmann er í viðræðum við Norwich um að enda lánssamning sinn hjá félaginu.

Ef honum tekst að rifta lánssamningnum hjá Norwich þá mun hann líklega fara til Brann í norsku úrvalsdeildinni. Brann hafnaði í níunda sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, en nýtt keppnistímabil hefst í Noregi hefst í næsta mánuði.

Hinn 31 árs gamli Fahrmann er á láni hjá Norwich frá Schalke en hefur aðeins leikið þrjá leiki fyrir Kanarífuglana. Hollendingurinn Tim Krul hefur staðið vaktina í markinu á tímabilinu.

Norwich er í harðri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni og er sem stendur í neðsta sæti deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner