Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. mars 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fosu-Mensah staðráðinn í að berjast fyrir Man Utd
Timothy Fosu-Mensah.
Timothy Fosu-Mensah.
Mynd: Getty Images
Fjölhæfi fótboltamaðurinn Timothy Fosu-Mensah segist staðráðinn í að berjast fyrir sæti sínu hjá Manchester United.

Fosu-Mensah lenti í erfiðum meiðslum í leik með Fulham í apríl á síðasta ári. Þá var hann í láni hjá Fulham frá Manchester United. Hann sneri aftur síðasta mánudagskvöld með U23 liði Man Utd gegn Stoke.

„Það er blessun fyrir mig að geta spilað aftur," sagði Fosu-Mensah við heimasíðu Manchester United eftir leikinn gegn Stoke.

„Meiðslin hafa verið stórt próf fyrir mig, en ég er heppinn að hafa mikið af góðu fólki í kringum mig. Það mikilvægasta fyrir mig er að halda líkamanum heilbrigðum og halda huganum heilbrigðum."

„Fólkið hjá félaginu er svo gott við mig og ég ætla að berjast fyrir þetta félag."

Fosu-Mensah kom 16 ára til Man Utd frá Ajax í Hollandi. Hann á 12 úrvalsdeildarleiki að baki fyrir United, en hefur einnig leikið með Crystal Palace og Fulham á láni í úrvalsdeildinni.

Hann getur leikið sem miðvörður, bakvörður og miðjumaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner