Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 05. mars 2020 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Gelson Martins í sex mánaða bann fyrir að ýta dómara
Gelson Martins spilar ekki meira á þessu tímabili
Gelson Martins spilar ekki meira á þessu tímabili
Mynd: Getty Images
Portúigalski vængmaðurinn Gelson Martins fékk í dag sex mánaða bann frá knattspyrnu fyrir að ýta dómara í 3-1 tapi Mónakó gegn Nimes.

Martins, sem er 24 ára gamall, fékk að líta rauða spjaldið gegn Nimes á 32. mínútu þann 1. ferúar síðastliðinn en hann og Tiemoue Bakayoko voru báðir reknir af velli á sömu mínútunni.

Martins brást illa við og ýtti dómara leiksins fyrir og eftir rauða spjaldið en aganefnd frönsku deildarinnar dæmdi hann í dag í sex mánaða keppnisbann.

Tímabilið er því búið hjá honum og þá mun hann missa af byrjun næsta tímabils en þetta er stór skellur fyrir Mónakóliðið.

Martins var keyptur frá Atlético Madrid síðasta sumar en hann hefur skorað 4 mörk í 23 leikjum á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner