Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 05. mars 2020 14:54
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildarleikur leikinn bak við luktar dyr
Mestalla leikvangurinn.
Mestalla leikvangurinn.
Mynd: Getty Images
Heilbrigðisyfirvöld á Spáni hafa ákveðið að leikur Valencia og Atalanta þann 10. mars verði leikinn án áhorfenda, til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.

Um er að ræða seinni viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Atalanta leiðir í einvíginu 4-1.

Meistaradeildarleikur Juventus og Lyon þann 17. mars verður væntanlega einnig leikinn bak við luktar dyr.

Allir íþróttaviðburðir á Ítalíu fara fram án áhorfenda til 3. apríl.

237 tilfelli kórónaveirunnar hafa greinst á Spáni og þrír látið lífið. Veiran hefur bitnað verst á Ítalíu þar sem tilfellin eru 2.706 og 107 hafa látist.

Síðasta fimmtudag var Evrópudeildarleikur Inter gegn Ludogorets leikinn bak við luktar dyr.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner