Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 05. mars 2020 23:01
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær: Allir elska Wayne Rooney
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var ánægður með 3-0 sigur liðsins á Derby County í 16-liða úrslitum FA-bkarsins í kvöld en hann var sérstaklega ánægður með Odion Ighalo og Luke Shaw.

Luke Shaw gerði fyrsta mark United áður en Ighalo bætti við tveimur mörkum en þetta var þó ekki auðveldur leikur fyrir United-liðið.

„Þegar maður vinnur 3-0 þá lítur það út fyrir að vera þægilegur sigur en það voru nokkur augnablik þar sem þetta var í hættu. Við byrjuðum leikinn ekkert sérlega vel en það var ánægjulegt að ná í tvö mörk í fyrri hálfleik," sagði Solskjær.

Shaw og Ighalo spiluðu afar vel í leiknum en Ighalo hefur gert þrjú mörk fyrir United frá því hann kom á láni frá Kína í janúar. United hefur ekki tapað í síðustu níu leikjum í öllum keppnum og þá haldið sjö sinnum hreinu.

„Shaw er að verða betri og betri og er í góðu formi. Hvort sem hann spilar í vinstri bakverði eða vinstra megin í miðri vörn þá hefur hann lagt hart að sér eftir slæm meiðsli og á þetta fyllilega skilið."

„Þegar maður nær sér í framherja þá vill maður að þeir séu glaðir og með sjálfstraust. Við höfum átt í meiðslavandræðum og það er frábært fyrir okkur að vera með Odion til að stíga upp. Hann er öðruvísi framherji og hefur skorað nokkur góð mörk."


Wayne Rooney var í byrjunarliði Derby í kvöld og átti tvö hættuleg færi en Solskjær talaði um þennan markahæsta leikmann Man Utd frá upphafi.

„Það elska allir Wayne. Allir stuðningsmenn Man Utd eru þakklátir fyrir það sem hann hefur gert. Hann átti góðan leik og sýndi mikil gæði en hann var kannski of mikið með boltann fyrir minn smekk," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner