fim 05. mars 2020 22:35
Brynjar Ingi Erluson
Spænski konungsbikarinn: Bilbao í úrslit þrátt fyrir tap
Athletic Bilbao mætir Sociedad
Athletic Bilbao mætir Sociedad
Mynd: Getty Images
Granada CF 2 - 1 Athletic(Samanlagt 2-2, Bilbao áfram á útivallarmarki)
1-0 Carlos Fernandez ('48 )
2-0 German Sanchez ('76 )
2-1 Yuri Berchiche ('81 )

Athletic Bilbao er komið í úrslitaleik spænska konungsbikarsins þrátt fyrir 2-1 tap gegn Granada í kvöld en það var mark Yuri Berchiche á 81. mínútu sem skaut liðinu í úrslit.

Carlos Fernandez kom Granada yfir í leiknum á 48. mínútu áður en German Sanchez bætti við öðru marki á 76. mínútu.

Yuri Berchiche minnkaði muninn fyrir Bilbao á 81. mínútu og reyndist það nóg fyrir Bilbao. Liðið komst í úrslit á útivallarmarki og mætir því Real Sociedad í úrslitum í nágrannaslag.

Bilbao hefur unnið bikarinn 23 sinnum en síðast vann liðið árið 1984 á meðan Sociedad hefur unnið tvisvar. Sociedad vann bikarinn síðast árið 1987.

Bilbao mætir Sociedad í úrslitum þann 18. apríl.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner