Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 05. mars 2020 15:44
Elvar Geir Magnússon
Traore með skjámynd af Ronaldinho á símanum sínum
Adama Traore.
Adama Traore.
Mynd: Getty Images
Adama Traore hrósar stjóra sínum hjá Úlfunum, Nuno Espirito Santo.

Traore var á sínum tíma í La Masia akademíu Barcelona og æfði með Lionel Messi.

Hann átti svo eftir að spila fyrir Aston Villa og Middlesbrough áður en hann gekk í raðir Wolves sumarið 2018.

„Nuno hefur gert ótrúlega mikið fyrir mig. Hann hefur gefið mér mikið sjálfstraust. Hann lét mig fá þá trú frá fyrsta degi að ég gæti gert hvaða varnarmanni sem er erfitt fyrir," segir Traore.

„Það skiptir rosalega miklu máli fyrir alla leikmenn að hafa traust frá þjálfaranum. Fótboltahæfileikar mínir hafa alltaf verið t il staðar en þetta snýst um aðlögun."

Skjámyndin á síma Traore er af Brasilíumanninum Ronaldinho. Traore fylgdist vel með Ronaldinho þegar hann var hjá Barcelona og segir að í sínum huga muni aldrei koma leikmaður eins og hann fram aftur.

„Mín fyrirmynd var Ronaldinho. Hann var á öðru getustigi en allir aðrir. Það verður bara einn Ronaldinho. Ég æfði aldrei með honum en ég fylgdist með honum æfa og hann var í öðrum heimi en aðrir. Ronaldinho býr yfir töframætti," segir Traore.
Athugasemdir
banner