Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 05. mars 2020 20:03
Brynjar Ingi Erluson
U19 kvenna: Sveindís Jane skoraði þrennu í sigri á Sviss
Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu
Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
U19 ára landslið kvenna vann Sviss 4-1 á æfingamóti á La Manga á Spáni í kvöld en Sveindís Jane Jónsdóttir gerði þrennu fyrir íslenska liðið.

U19 ára landsliðið undirbýr sig fyrir milliriðil í undankeppni Evrópumótsins í apríl með því að spila þrjá leiki á sterku móti á La Manga.

Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Breiðabliks, kom Íslandi yfir áður en Sviss jafnaði metin. Barbára Sól Gísladóttir kom Íslandi yfir áður en Sveindís mætti við tveimur mörkum til viðbótar og fullkomnaði þar með þrennu sína.

Ísland mætir Ítalíu á laugardag og Þýskalandi á mánudag.

Byrjunarlið Íslands:
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (M)
Barbára Sól Gísladóttir
Hildur Þóra Hákonardóttir
Katla María Þórðardóttir
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Eva Rut Ásþórsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (F)
Ída Marín Hermannsdóttir
Hafrún Rakel Halldórsdóttir
Karen María Sigurgeirsdóttir
Sveindís Jane Jónsdóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner