Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 05. apríl 2020 20:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Bryan Robson líkir Bruno við Scholes
Menn keppast við að hrósa Bruno Fernandes.
Menn keppast við að hrósa Bruno Fernandes.
Mynd: Getty Images
Manchester United goðsögnin, Bryan Robson, er eins og svo margir aðrir stuðningsmenn félagsins mjög hrifinn af Portúgalanum Bruno Fernandes sem kom til félagsins í janúar.

„Allt frá því að hann kom hefur hann sýnt að hann er einstakur leikmaður, hann er með frábært hugarfar. Ég hef hitt hann nokkrum sinnum, ég hef séð hann á æfingasvæðinu, hann passar mjög vel inn í hópinn og maður getur séð hvers vegna hann var fyrirliði Sporting, þarna er á ferðinni maður með mikla hæfileika,” sagði Robson.

Robson segir að sá leikmaður sem Bruno Fernandes minni sig helst á sé Paul Scholes.

„Hann er ekki eins týpa af leikmanni og Roy Keane, Paul Ince eða Nicky Butt, fyrir mitt leyti er hann svipaður leikmaður og Paul Scholes, hann er frábær að finna svæðin milli miðju og varnar sem gefa honum meira pláss til að vinna með. Hann les leikinn vel og hefur þessa miklu sendingargetu sem Paul Scholes hafði, svo getur hann auðvitað skorað mörk,” sagði Robson.

„Vonandi er þetta rétt sem ég segi og hann verður næsti Paul Scholes hjá Manchester United,” sagði Bryan Robson að lokum um Portúgalann snjalla.
Athugasemdir
banner
banner
banner