Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 05. apríl 2020 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Van de Beek vill spila í sólinni: Ekki byrjaður að læra spænsku
Van de Beek verður 23 ára eftir tvær vikur. Hann á 164 leiki að baki fyrir Ajax og 50 fyrir hollensku landsliðin.
Van de Beek verður 23 ára eftir tvær vikur. Hann á 164 leiki að baki fyrir Ajax og 50 fyrir hollensku landsliðin.
Mynd: Getty Images
Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek er á leið frá Ajax þegar félagaskiptaglugginn opnar aftur.

Manchester United og Real Madrid hafa verið orðuð sterklega við hann en hann segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um framtíðina. Hann virðist þó hallast að Real Madrid miðað við viðtal sem hann veitti Helden í heimalandinu.

„Nei, ég er ekki byrjaður að læra spænsku þó ég myndi elska að spila í sólinni. Ég er ekki búinn að svara neinu félagi, framtíðin er enn opin. Ég veit hvað ég hef hér, ég elska Ajax og er elskaður af Ajax," sagði Van de Beek þegar hann var spurður út í Real Madrid.

Van de Beek var partur af ungu og efnilegu liði Ajax sem komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrra. Liðsfélagar hans Matthijs de Ligt og Frenkie de Jong skiptu um félag eftir tímabilið og er Hakim Ziyech á leið til Chelsea fyrir næstu leiktíð.

„Það mikilvægasta fyrir mig er að fara til félags sem hentar mínum leikstíl og getur lofað mér miklum spiltíma."

Van de Beek er talinn kosta um 55 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner