Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 05. maí 2020 14:36
Magnús Már Einarsson
Arnar Már vonast til að byrja að spila síðari hluta tímabils
Arnar Már Guðjónsson.
Arnar Már Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Már Guðjónsson, fyrirliði ÍA, vonast til að ná að byrja að spila á nýjan leik í síðari hluta tímabils í Pepsi Max-deildinni í sumar. Arnar meiddist í leik gegn Val í lok júlí í fyrra en hann sleit fremra krossbandið ásamt því að rifa kom í liðþófa.

„Endurhæfingin gengur nokkuð vel, covid ástandið hafði smá áhrif varðandi það að maður komst ekki í gymmið. En þetta lítur vel út og er löppin að styrkjast meira og meira með hverjum deginum," sagði Arnar við Fótbolta.net í dag.

Hvenær lítur út fyrir að Arnar verði leikfær? „Erfitt að segja það nákvæmlega en ég er að stefna á að ná inn í seinni part móts. Það þarf svo bara að koma í ljós hvernig það gengur, en ég er bjartsýnn á það. Er búinn að bæta mig mikið í þolinmæðinni í þessum meiðslum get ég sagt þér."

Vegna kórónaveirunnar hefur keppni í Pepsi Max-deildinni frestast um nokkrar vikur og það þýðir að Arnar ætti að ná fleiri leikjum á þessu tímabili en ella.

„Það vissulega gefur mér smá aukatíma þannig að það er klárlega jákvætt fyrir mig. Ánægður hvað það varðar en ég elska líka að horfa á fótbolta og það er búið að kippa því út hjá manni líka þannig að ég vil bara fá fótbolta af stað sem fyrst," sagði Arnar Már.
Athugasemdir
banner
banner