Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 05. maí 2020 08:30
Aksentije Milisic
Ferguson hringdi brjálaður í Fletcher - Fékk hann til að velja Man Utd
Mynd: Getty Images
Darren Fletcher, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur sagt frá skemmtilegri sögu þegar Sir Alex Ferguson, þáverandi stjóri Man Utd, hringdi brjálaður í hann á síðustu stundu, sem fékk hann til þess að velja Manchester United fram yfir Newcastle.

Fletcher, sem var hjá Man Utd í fimmtán ár, var að æfa með bæði United og Newcastle sem ungur drengur og í kjölfarið þurfti hann að velja á milli. Á þessum tíma var Newcastle lið sem var að berjast á toppi deildarinnar.

„Newcastle var í harðri baráttu við Man Utd í deildinni á þessum tíma. Ég elskaði tíma minn hjá Newcastle. Frábært félag og gott fólk þarna," sagði Fletcher.

„Ég var búinn að ákveða að ég ætlaði til Newcastle frekar en Man Utd. Ferguson heyrði af ákvörðun minni. Allt í einu hringir heimasíminn og systir mín segir að það sé verið að spyrja eftir mér".

„Þá var þetta Sir Alex Ferguson í símanum og hann var gjörsamlega brjálaður. Hann lét mig heyra það trekk í trekk og ég var aðeins 15 ára gamall þá. Ég kom ekki upp orði á meðan hann lét allt flakka," sagði Fletcher.

Fletcher segir þá að móðir hans hafi tekið símann og sagt við Ferguson að hringja ekki í þetta númer aftur. Svo skellti hún á hann. Nokkrum mínútum síðar hringdi Ferguson hins vegar aftur og baðst innilegar afsökunar á þessu.

Þetta virðist hafa virkað hjá Ferguson en Fletcher og faðir hans fóru á fund sem endaði með því að hann krotaði undir hjá félaginu. Fletcher átti frábæran feril hjá United þar sem hann vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum, deildarbikarinn þrisvar sinnum og FA bikarinn og Meistaradeildina einu sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner