Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 05. maí 2020 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
FIFA fylgir fordæmi Roma - Evrópsk stórlið leita týndra barna
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið AS Roma hrinti af stað herferð á samfélagsmiðlum síðasta sumar til að hjálpa til við að finna týnd börn. Herferðin heppnaðist ótrúlega vel og fundust sex af þeim börnum sem félagið lýsti eftir.

Velgengni herferðarinnar vakti athygli FIFA sem hefur ákveðið að leggja Roma og yfirvöldum víða um heim lið. Félög um allan heim munu taka þátt í átaki FIFA, þar af eru fimmtíu félög í Evrópu.

Þar á meðal má nefna Chelsea, Liverpool, Tottenham, Celtic og Rangers sem munu öll hjálpa til við að finna týnd ungmenni. Mánudagurinn 25. maí er alþjóðlegur dagur týndra barna og mun átak FIFA vera í sviðsljósinu.

„Þetta eru risastór félög sem eiga stuðningsmenn um allan heim. Við vonum að einhver, einhversstaðar, kannist við eitt þessarra týndra barna svo það geti verið sent aftur heim í arma fjölskyldunnar," segir í yfirlýsingu frá Samtökum evrópskra knattspyrnufélaga.

Barcelona, Atletico Madrid, Valencia, Inter, Juventus, Lazio, Bayer Leverkusen,
Borussia Dortmund, Cork City og Linfield eru meðal félaga sem taka þátt í átakinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner