Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 05. maí 2020 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gríðarlegt fjárhagstap hjá Barcelona
Mynd: Getty Images
Jordi Cardoner, varaforseti Barcelona, er búinn að staðfesta að félagið sé búið að tapa rúmlega 100 milljónum evra vegna kórónuveirunnar.

Félagið er búið að tapa 50 milljónum evra í miðasölu og aðgangseyri til að skoða Barcelona safnið, 39 milljónum í sjónvarpsgreiðslur og 23 milljónum í sölu á ýmsum varningi og aðgangseyri fyrir knattspyrnuskóla.

Leikmenn aðalliðs Barcelona tóku á sig rúmlega 70% launalækkun til að hjálpa félaginu að greiða áfram laun annarra starfsmanna.

„Fjárhagslegt tap okkar er gríðarlegt. Félaginu hefur orðið af rúmlega 100 milljónum evra í tekjur frá upphafi faraldursins," sagði Cardoner við ESPN.

Barca hefur reynt ýmsar aðferðir til að safna pening til að bæta upp fyrir þetta tap. Til dæmis stefnir félagið á að selja nafnaréttinn á heimavelli sínum í fyrsta sinn.
Athugasemdir
banner
banner