banner
   þri 05. maí 2020 08:58
Magnús Már Einarsson
Leikir í ensku úrvalsdeildinni styttir?
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Gordon Taylor, formaður ensku leikmannasamtakanna, segir koma til greina að stytta leiktímann ef boltinn byrjar aftur að rúlla í ensku úrvalsdeildinni.

Leiktíminn gæti verið minni en 45 mínútur í hálfleik til að minnka smithættu.

Viðræður eru í gangi um áframhald úrvalsdeildarinnar og 8. júní hefur verið nefndur sem mögulegur fyrsti leikdagur eftir kórónaveiruna.

Taylor segir hins vegar að leikmenn hafi áhyggjur af eigin heilsu.

„Þeir eru ekki heimskir. Þeir setja öryggið í fyrsta sæti," sagði Taylor.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner