Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 05. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lovren trúir ekki á kórónuveiruna og er gegn bólusetningum
Lovren hefur farið upp í marga skallabolta á ferlinum.
Lovren hefur farið upp í marga skallabolta á ferlinum.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Hegðun króatíska varnarmannsins Dejan Lovren á samfélagsmiðlum hefur vakið athygli á undanförnum vikum.

Hann virðist vera mikið fyrir samsæriskenningar og skildi meðal annars eftir ummæli á Instagram færslu Bill Gates þar sem hann ýjaði að því að kórónuveiran væri lygi.

Hegðun Lovren vakti fyrst athygli fyrir nokkrum vikum þegar hann tók undir með samlanda sínum Ivan Pernar, 34 ára þingmanni, á Instagram. Pernar er mikið fyrir samsæriskenningar og er mótfallinn því að fólk sé skyldað til að bólusetja börnin sín.

Pernar birti skopmynd af Bill Gates, sem hefur lagt sitt af mörkum við að fjölga bólusetningum og í baráttunni gegn kórónuveirunni, með sprautu í hönd. Skopmyndin af Gates segir: 'Þinn líkami, mitt val' og er gerð til að gagnrýna metnað Gates í að bólusetja öll börn. Lovren tók undir færslu Pernar með tjákni.

Í síðustu viku birti Gates svo mynd á Instagram þar sem hann þakkaði heilbrigðisstarfsfólki fyrir framlag sitt í baráttunni gegn kórónuveirunni. Lovren ákvað að tjá sig í ummælakerfinu „Leiknum er lokið Bill. Fólk er ekki blint!" skrifaði Lovren.

Lovren er meðal fylgjenda David Icke, sem er frægur innan samsæriskenningaheimsins. Aðgangi Icke var eytt af YouTube þar sem hann er afneitunarsinni þegar það kemur að kórónuveirunni. Lovren var ekki sáttur með óréttlætið og birti færslu á Instagram Story honum til stuðnings.

Þar að auki hefur Lovren sýnt samhug með Rashid Ali Buttar, bandarískum lækni sem hefur óvanalegar skoðanir á læknisfræði. Rashid er einnig vel þekktur í heimi samsæriskenninga og er meðal annars mótfallinn bólusetningum.

Afar skiptar skoðanir eru á Rashid og hefur hann tvisvar sinnum fengið áminningu frá Rannsóknarnefnd lækna í Norður-Karólínu vegna siðlausrar meðferðar á sjúklingum. Þá hefur honum verið stefnt af bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA) fyrir ólöglega markaðssetningu á ósamþykktum lyfjum.








Athugasemdir
banner
banner