þri 05. maí 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Paratici staðfestir viðræður við Buffon, Chiellini og Dybala
Mynd: Getty Images
Fabio Paratici, yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus, ræddi við Sky Sport Italia og staðfesti samningsviðræður við þrjá leikmenn.

Markvörðurinn Gianluigi Buffon, sem er 42 ára gamall, er að skrifa undir nýjan samning við félagið rétt eins og varnarmaðurinn Giorgio Chiellini. Chiellini verður 36 ára í ágúst og mun líklega taka við stjórnunarstarfi hjá félaginu eftir næsta tímabil.

„Við erum að binda enda á samningsviðræður við Buffon og Chiellini og erum einnig í viðræðum við Dybala. Þessar viðræður hafa tafist útaf kórónuveirunni," sagði Paratici, sem ræddi svo um framtíð Gonzalo Higuain.

Higuain verður 33 ára í desember og á eitt ár eftir af samningi sínum við Juve. Hann mun klára samninginn og skipta svo til uppeldisfélags sins í Argentínu, River Plate.

„Higuain er búinn að eiga frábært tímabil og við vonum að hann haldi áfram að gera vel út árið sem hann á eftir af samningnum."

Að lokum var Paratici spurður út í mögulegan skiptidíl við Barcelona, þar sem Börsungar myndu fá Miralem Pjanic frá Juve og brasilíski miðjumaðurinn Arthur færi hina leiðina.

„Við erum í ýmsum viðræðum við Barcelona. Stór félög eru stöðugt í viðræðum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner