Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 05. maí 2020 12:49
Magnús Már Einarsson
Reykjavíkurborg tekur ekki þátt í kostnaði við Rúmeníu leikinn
Frá undirbúningi fyrir leikinn sem var ekki spilaður.
Frá undirbúningi fyrir leikinn sem var ekki spilaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reykjavíkurborg hafnaði ósk KSÍ um fjárhagslega þátttöku í kostnaði við fyrirhugaðan umspilsleik gegn Rúmenum sem átti að fara fram í mars síðastliðnum.

Liðin áttu að mætast í umspili fyrir EM en leikurinn fór ekki fram vegna kórónaveirunnar.

Vinna hafði staðið yfir í allan vetur við að hafa völlinn leikfæran og kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 64 milljónir króna. Þar sem leiknum var frestað rúmlega viku áður en hann átti að fara fram þá lækkaði kostnaðurinn um einhverjar milljónir.

Guðni Bergsson formaður KSÍ greindi frá því á síðasta stjórnarfundi að að Reykjavíkurborg hafi hafnað ósk KSÍ um fjárhagslega þátttöku í kostnaði við leikinn.

Á sama fundi greindi Guðni frá því að Reykjavíkurborg hefur skipað starfshóp til að endurskoða samning um rekstur Laugardalsvallar.

Guðni fór einnig yfir nýjustu fréttir af þjóðarleikvangi. Framundan er greiningarvinna á sviðsmyndum um nýjan þjóðarleikvang.

Smelltu hér til að lesa skýrsluna af síðasta stjórnarfundi
Athugasemdir
banner
banner
banner