Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 05. maí 2020 15:30
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo mættur Í tveggja vikna sóttkví í Tórínó
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo er kominn aftur til Tórínó en mun nú vera fjórtán daga í sóttkví áður en hann má hefja æfingar með Juventus.

Sóknarmaðurinn hefur verið með fjölskyldu sinni í Portúgal síðan kórónaveirufaraldurinn braust út.

Það tók sinn tíma að koma Ronaldo aftur til Ítalíu en þegar hann hefur lokið sóttkví mun hann gangast undir læknisskoðun, líkt og aðrir leikmenn Juventus.

Ítalska deildin var fyrsta deildin sem frestaði keppni þegar heimsfaraldurinn braust út en enn er stefnt að því að klára deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner