þri 05. maí 2020 11:41
Magnús Már Einarsson
Ronaldo var til í að koma aftur til Man Utd árið 2013
Ronaldo í leik með Manchester United.
Ronaldo í leik með Manchester United.
Mynd: Getty Images
Patrice Evra, fyrrum vinstri bakvörður Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo hafi verið tilbúinn að koma aftur til félagsins frá Real Madrid árið 2013. Sir Alex Ferguson hætti sem stjóri Manchester United árið 2013 en áður en að því kom vildi hann reyna að fá Ronaldo aftur til félagsins.

„Ég man að það voru margir að spá í því hvort Ferguson myndi hætta í lok tímabils og hann sagði: 'Patrice, ég mun aldrei hætta, ég verð hér í tíu ár í viðbót," sagði Evra.

„Hann sagði síðan: „Ég er 99% viss um að við fáum Cristiano Ronaldo og Gareth Bale. Ég þarf þessa tvo leikmenn til að vinna Meistaradeildina aftur. 99%."

„Í hreinskilni sagt þá hef ég rætt við Cristiano og hann var búinn að segja já við stjórann um að koma aftur til United. Hann sagði mér þetta."


Allar áætlanir um endurkomu Ronaldo urðu hins vegar að engu því tveimur vikum eftir spjallið við Evra tilkynnti Ferguson að hann myndi hætta sem stjóri United.
Athugasemdir
banner
banner
banner