þri 05. maí 2020 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tveir leikmenn Aston Villa geta ekki spilað aftur á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Dean Smith, knattspyrnustjóri Aston Villa, segir að tveir leikmenn félagsins muni líklegast ekki geta spilað þó enski boltinn fari aftur af stað í sumar.

Smith segir félagið vera hlynnt því að klára tímabilið en bendir á að einn leikmaður liðsins þjáist af astma og annar sé með tengdamóður sína heima hjá sér meðan hún jafnar sig eftir harða baráttu við krabbamein.

„Við vitum að þessari veiru fylgir mikil smithætta og viljum ekki taka neinar óþarfa áhættur. Öryggi og heilsa leikmanna skipta mestu máli. Ef leikmenn telja sig ekki tilbúna til að snúa aftur þá verðum við að byrja án þeirra," sagði Smith.

Aston Villa er í fallsæti sem stendur en Smith er vongóður og telur hópinn vera tilbúinn til að bjarga sér frá falli. Það er spennandi fallbarátta framundan, ef tímabilið verður klárað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner