Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 05. maí 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Versti samningur Liverpool hófst með tárum og 350 milljón punda mistökum
Hicks & Gillett
Hicks & Gillett
Mynd: Getty Images
David Moores ásamt Rick Party.
David Moores ásamt Rick Party.
Mynd: Getty Images
Staðurinn er Liverpool og það er febrúar árið 2007. Eigendaskipti voru nýgengin í gegn hjá félaginu og lífstíðarstuðningsmaður, sem var meirihlutaeigandi félagsins, hafði loks fundið kaupanda eftir þriggja ára leit.

David Moores var þarna með tárin í augunum nýbúinn að selja félagið til Tom Hicks og George Gillett. „Það er erfitt að hugsa til þess að þetta verður ekki félagið mitt lengur," sagði Moores á sínum tíma.

„En ég er þó að færa félagið í öruggar hendur," bætti hann við. „Hicks og Gillett líta á þetta sem langtíma fjárfestingu því þeir ætla að hafa syni sína með í þessu svo hægt sé að skipuleggja framtíðina."

Sagan segir að Moores hafi haft rangt fyrir sér. Gillett og Hicks voru alls ekki þær öruggu hendur sem Moores hafði vonast eftir.

„Fyrsta skóflustunga verður að vera kominn innan sextíu daga," var sagt á sínum tíma. Eigendurnir höfðu tekið 350 milljón punda lán frá Royal Bank of Scotland and Wachovia.

Strax í upphafi voru 105 milljónir af þessum 350 skráðar í bækur félagsins. Undir lok tíma Hicks og Gillett var Liverpool að greiða 100 þúsund pund á dag í vexti og hætta var á gjaldþroti.

Hicks og Gillett studdu við Rafa Benitez á markaðnum fyrsta sumarið en það var ekki úr eigin vasa. Strax í nóvember 2007 var ljóst í hvað stefndi. Benitez mátti ekki segja á blaðamannafundum hvernig staðan var, hann vildi fá Kakha Kaladze frá AC Milan en það var ekki í boði samkvæmt eigendunum.

Í janúar 2008 voru eigendurnir búnir að stilla hlutunum upp á þann hátt að Jurgen Klinsmann tæki við sem stjóri, þrátt fyrir gífurlegar vinsældir Benitez meðal stuðningsmanna. Svar Gillett og Hicks var á þá leið að þetta væri trygging ef Benitez færi til Real Madrid.

Í maí 2008 var ljóst að nýr leikvangur yrði ekki byggður og stuðningsmenn þegar búnir að mynda hópa til að mótmæla eigendunum. Seinna kom í ljós að 35 milljónir punda fóru í vaskinn vegna greiðslna í tengslum við nýjan leikvang sem aldrei varð.

Stuðningsmenn héldu áfram að mótmæla eigendunum á meðan Liverpool-liðið var nálægt því að vinna ensku deildina vorið 2009. Xabi Alonso var seldur á 30 milljónir punda og Ítalinn Alberto Aquilani keyptur í hans stað.

Liverpool var rekið með talsverðu tapi og Benitez fékk takmarkað fjármagn til að versla inn nýja leikmenn. í apríl 2010 voru Hicks og Gillett í leit að nýjum kaupanda.

Þessi grein er úrdráttur úr grein Liverpool Echo. Sú grein er þriðji hluti af stærri sögu.
Athugasemdir
banner
banner
banner