Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 05. maí 2020 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Xavi segist hafa neitað risatilboði frá Barca
Mynd: Getty Images
Xavi, goðsögn hjá Barcelona, segist hafa fengið gott tilboð frá Barcelona þegar félagið var í leit að nýjum stjóra í janúar.

Xavi er í dag stjóri Al Sadd í Katar. Hann staðfestir tilboð Barcelona í samtali við Samuel Etoo á Instagram.

Xavi segir að tímasetningin hafi ekki verið rétt og hann hafi ekki geta stigið inn í sem næsti stjóri í kjölfar brottreksturs Ernesto Valverde.

„Ég ræddi við Eric Abidal og Oscar Grau og ég fékk risatilboð, en tímapunkturinn var ekki réttur. Ég þarf að öðlast meiri reynslu.

Quique Setien, fyrrum stjóri Real Betis, var ráðinn stjóri Barcelona í janúar.

„Að þjálfa hjá Barcelona er draumur minn, ég vil gera það einn daginn og hef margsagt það," bætti Xavi við.
Athugasemdir
banner
banner