fim 05. maí 2022 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Abramovich vill ekki fá lánið borgað til baka
Vill að peningurinn renni til Chelsea Foundation
Abramovich neyðist til að selja Chelsea vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.
Abramovich neyðist til að selja Chelsea vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.
Mynd: Getty Images

Talsmaður Roman Abramovich gaf út yfirlýsingu fyrir skömmu sem hefur verið birt á vefsíðu Chelsea FC. Þar greinir Abramovich frá áformum sínum og slær á orðróma sem segja hann ætla að svíkja loforð um að gefa hagnað af sölu Chelsea til góðgerðarmála annars vegar og ætla að krefja Chelsea um að endurgreiða sér risastórt lán hins vegar.


í yfirlýsingunni kemur fram að teymi Abramovich sé í samstarfi með reyndu embættisfólki úr ráði Sameinuðu Þjóðanna og stórum góðgerðarsamtökum. Þau vinna að því að setja upp stofnun sem mun sjá um að koma peningunum á réttan stað.

Abramovich sjálfur kemur ekki að þessari vinnu heldur eru það óháðir sérfræðingar með langa reynslu á sviði góðgerðarmála.

Þá kemur einnig fram að Abramovich hafi aldrei beðið Chelsea um að endurgreiða sér lán, sem er talið nema um 1,6 milljarði punda, og muni ekki gera það. Þessi peningur sé ætlaður Chelsea Foundation.

Einnig er tekið fram að Abramovich hafi ekki hækkað kaupverðið á Chelsea skömmu fyrir kaupviðræður, þær sögusagnir séu einnig falsar. Hann hafi aftur á móti krafið bjóðendur um að kynna sér klúbbinn til hins ýtrasta áður en þeir myndu leggja fram tilboð. Þá nefndi hann sérstaklega akademíustarfið, kvennastarfið, þarfar framkvæmdir á Stamford Bridge og það mikilvæga starf sem Chelsea Foundation vinnur.

Í yfirlýsingunni er tekið fram að Abramovich er ekki með aðgang að fjármunum Chelsea og hann sé staðráðinn í að finna verðugan arftaka og setja allan ágóða í góðgerðastarf þrátt fyrir breyttar aðstæður. 







Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner