Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 05. maí 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Alfreð um timann á Selfossi: Á þeim mikið að þakka
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur, vildi þakka Selfyssingum fyrir tímann hjá félaginu en hann hætti þjálfun kvennaliðsins í vetur eftir að hafa stýrt þeim í fimm tímabil.

Þegar Alfreð tók við keflinu á Selfossi var liðið í næst efstu deild en hann kom liðinu upp í efstu deild á fyrsta tímabili og vann síðan Mjólkurbikarinn fyrir þremur árum ásamt því að vinna Meistarakeppni KSÍ árið eftir.

Hann hætti með liðið eftir síðasta tímabil og tók við karlaliði Grindavíkur en hann vildi koma sérstökum þökkum til fólksins á Selfossi er hann ræddi við Fótbolta.net á dögunu,.

„Já, frábær tími. Yndislegur tími á Selfossi og ég á þeim mikið að þakka fyrir það hvernig fólk tók á móti mér, hefur tekið á móti mér, gert mig að betri manneskju, betri þjálfara þarna á Selfossi og það er allt til alls að gera enn betur."

„Ég hlakka mikið til að fylgjast með mínu gamla liði, BJössa og félögum, það verður mikið gaman og ég verð klárlega stuðningsmaður númer eitt," sagði Alfreð við Fótbolta.net.
Kominn heim til Grindavíkur - „Gott að vera þar í rokinu"
Athugasemdir
banner