Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 05. maí 2022 16:15
Fótbolti.net
2. sæti í spá Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina: HK
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn
Brynjar Björn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliðinn Leifur Andri
Fyrirliðinn Leifur Andri
Mynd: Haukur Gunnarsson
Valgeir Valgeirsson gerir tilkall til að verða besti leikmaður deildarinnar
Valgeir Valgeirsson gerir tilkall til að verða besti leikmaður deildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Sex aðilar spáðu í spilin fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-12 eftir því hvar þeim var spáð. Efsta sætið hjá hverjum aðila fékk tólf stig og svo koll af kolli.

Spáin:
2. HK, 62 stig
3. Kórdrengir, 60 stig
4. Vestri, 57 stig
5. Fjölnir, 42 stig
6. Þór, 42 stig
7. Grindavík, 37 stig
8. Selfoss, 30 stig
9. sæti Grótta, 26 stig
10. Afturelding, 21 stig
11. KV, 13 stig
12. Þróttur Vogum, 6 stig

Um liðið: HK féll úr efstu deild með óhagstæðum úrslitum í síðustu umferð síðasta haust. Liðið ætlar sér beint upp aftur og heldur stórum hluta af leikmannahópnum frá því í fyrra. Liðið fór upp úr Lengjudeildinni árið 2018 með 48 stig og fékk fæstu mörkin á sig í deildinni. HK féll á einu stigi í fyrra þarf að gera heimavöllinn, Kórinn skemmtilega, að meira vígi en hann var á síðasta ári. Markaskorun var vandamál hjá liðinu í fyrra, einungis 21 mark skorað í 22 leikjum.

Þjálfarinn: Brynjar Björn Gunnarsson (1975) tók við HK árið 2018 og fór upp með liðið á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari. Brynjar er fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður. Það voru einhverjar sögusagnir að hann gæti hætt sem þjálfari HK síðasta haust en hann tók slaginn áfram. Viktor Bjarki Arnarsson var aðstoðarmaður hans síðustu ár en Viktor tók við starfi hjá KR og nú er Ómar Ingi Guðmundsson aðstoðarmaður Brynjars.

Álit sérfræðings
Rafn Markús og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Úlfur gefur sitt álit á HK.

„Lið HK er með góðan grunn af heimamönnum sem ætti að vega þungt í þessari deild. HK er sennilega með mesta fjöldan af ungum iðkendum á landsvísu og eiga ekki að vera í Lengjudeildinni, þeirra markmið ætti að vera kýrskýrt koma sér aftur beint upp í deild þeirra bestu."

„Þeir eru auðvitað búnir að missa marga leikmenn frá því í fyrra en hópurinn er engu að síður góður og mikið af ungum góðum leikmönnum. Undibúningstímabilið var svolítið upp og niður, töpuðu fyrir Bestu deildarliðum í Lengjubikarnum en unnu þau lið sem eru með þeim í deild eða neðar."

„Það er spurning hvernig þetta tímabil þróast hjá þeim. Allt virkaði frekar þungt og erfitt í fyrra en komnir deild neðar er spurning hvort þeir nái ekki að finna taktinn og gera gott mót."

„Það virðist vanta aðeins upp á stemmninguna í efri byggðum Kópavogs og sama dæmið upp á teningnum og í fyrra. Heimavöllurinn er sterkur og þeir eru erfiðir við að eiga í Kórnum, ef allt væri eftir bókinni á HK að vera keppast um að vinna deildina ásamt Fylki."


Lykilmenn: Birkir Valur Jónsson, Valgeir Valgeirsson og Ívar Örn Jónsson.

Fylgist með: Bruno Soares
Brasilískur miðvörður sem gekk í raðir HK á dögunum. Hann er 33 ára og lék síðast með Saarbrucken í Þýskalandi. Hann hefur einnig leikið í Austurríki, Noregi, Ísrael og Malasíu.

Komnir:
Bruno Soares frá Þýskalandi
Hassan Jalloh frá Ástralíu
Stefán Ingi Sigurðarson frá Breiðabliki (á láni)
Teitur Magnússon frá FH
Þorbergur Þór Steinarsson frá Augnabliki

Farnir:
Ásgeir Börkur Ásgeirsson í Fylki
Birnir Snær Ingason í Víking R.
Guðmundur Þór Júlíusson í Fjölni
Jón Arnar Barðdal í KFG
Martin Rauschenberg til Svíþjóðar (var á láni)
Sigurður Hrannar Björnsson hættur
Stefan Alexander Ljubicic í KR

Fyrstu leikir HK:
Í dag gegn Selfossi á heimavelli
12. maí gegn KV á útivelli
19. maí gegn Gróttu á útivelli

Spámenn: Elvar Geir, Guðmundur Aðalsteinn, Rafn Markús, Sæbjörn Steinke, Tómas Þór og Úlfur Blandon.
Athugasemdir
banner
banner