Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 05. maí 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
3. sæti í spá Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina: Kórdrengir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Heiðar Helguson og Davíð Smári
Heiðar Helguson og Davíð Smári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur Fannar
Gunnlaugur Fannar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fatai
Fatai
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Nikita Chagrov
Nikita Chagrov
Mynd: Avangard Kursk
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Sex aðilar spáðu í spilin fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-12 eftir því hvar þeim var spáð. Efsta sætið hjá hverjum aðila fékk tólf stig og svo koll af kolli.

Spáin:
3. Kórdrengir, 60 stig
4. Vestri, 57 stig
5. Fjölnir, 42 stig
6. Þór, 42 stig
7. Grindavík, 37 stig
8. Selfoss, 30 stig
9. sæti Grótta, 26 stig
10. Afturelding, 21 stig
11. KV, 13 stig
12. Þróttur Vogum, 6 stig

Um liðið: Kórdrengir enduðu í fjórða sæti deildarinnar á sinni fyrstu leiktíð í henni í fyrra. Eftir fimmtán umferðir í fyrra var liðið stigi frá öðru sætinu en eftir tap gegn ÍBV á heimavelli fjaraði aðeins undan þessu hjá Kórdrengjum. Frammistaða liðsins í gegnum tímabilið var mjög jöfn milli helminga og ef heimavöllur og útivöllur er skoðaður. Liðið snýr aftur í Safamýrina í sumar eftir að hafa verið á Domusnova-vellinum í fyrra.

Þjálfarinn: Davíð Smári Lamude (1984) er þjálfari liðsins. Það er ekki á neinn hallað þegar það er sett fram að Davíð sé svolítið heilinn og hjartað á bakvð Kórdrengina. Davíð hefur gert frábæra hluti með liðið og fór á árunum 2018-2020 upp um þrjár deildir á þremur árum. Heiðar Helguson er Davíð til aðstoðar og mun stýra fyrstu leikjum tímabilsins þar sem Davíð tekur út leikbann.

Álit sérfræðings
Rafn Markús og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Rafn Markús gefur sitt álit á Kórdrengjum.

„Kórdrengir eru með sterkan, reyndan leikmannahóp og hafa mikinn metnað fyrir því að styrkja leikmannahópinn til að ná sínum markmiðum. Þeir eru á betri staða núna en í fyrra þar sem hópurinn í fyrra myndaðist seint og þurftu því fyrstu leikina í deildina til að smella saman. Þeir eru mjög vel skipulagðir, eru sterkir varnarlega en eru einnig með góða leikmenn fram á við og geta sótt hratt."

„Samkvæmt tölfræði frá tímabilinu í fyrra var liðið með lægsta xG í deildinni en endaði samt á góðum stað og einnig var liðið minnst með boltann af öllum liðum deildarinnar."

„Þeir eru komnir aftur í Safamýrina sem ég tel vera kostur fyrir þá þótt þeim hafi liðið vel í Breiðholtinu."

„Kórdrengir hafa gert ágætlega á markaðnum í vetur og fengið sterka leikmenn til liðsins. Þeir voru í miklum vandræðum með markmannsstöðuna í fyrra þar sem margir markmenn skiptu þeirri stöðu á milli sín. Spurning hvor sama vesen verði í sumar þar sem rússneski markmaðurinn, sem sagður er vera mjög öflugur, sem þeir fengu til liðs við sig í ár, sleit hásin í fyrra en er að komast af stað og vonandi nær hann spila sem flesta leiki til að fá stöðugleika í þessa mikilvægu stöðu."

„Ef þeir verða heppnir með meiðsli og nýju mennirnir smella vel inn í liðið, þá getum við hæglega séð Kórdrengi fagna sæti í Bestu deildinni í haust."


Lykilmenn: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, Guðmann Þórisson og Nikita Chagrov.

Fylgist með: Daði Bergsson
Verður gaman að fylgjast með hvernig hvernig Daði kemur inn í lið Kórdrengja eftir mörg ár í Þrótti R. Hörku leikmaður með mikla reynslu.

Komnir:
Daði Bergsson frá Þrótti R.
Guðmann Þórisson frá FH
Iousu Villar frá Spáni
Kristján Atli Marteinsson frá Aftureldingu
Kristófer Jacobson Reyes frá Fjölni
Marinó Hilmar Ásgeirsson frá Kára
Nikita Chagrov frá Rússlandi
Óskar Atli Magnússon frá FH (á láni)
Óskar Sigþórsson frá Haukum
Sverri Páll Hjaltested frá Val á láni

Farnir:
Albert Brynjar Ingason í Fylki
Alex Freyr Hilmarsson (var á láni)
Alexander Pedersen til Noregs
Axel Freyr Harðarson til Víkings R. (var á láni)
Ásgeir Frank Ásgeirsson í Aftureldingu
Conner Rennison til Englands
Connor Simpson til Wales
Davíð Þór Ásbjörnsson hættur vegna höfuðmeiðsla
Egill Darri Makan Þorvaldsson hættur
Endrit Ibishi til Þýskalands

Fyrstu leikir Kórdrengja:
6. maí gegn Þór á útivelli
13. maí gegn Fylki á heimavelli
20. maí gegn KV á heimavelli

Spámenn: Elvar Geir, Guðmundur Aðalsteinn, Rafn Markús, Sæbjörn Steinke, Tómas Þór og Úlfur Blandon.
Athugasemdir
banner
banner
banner