Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 05. maí 2022 09:05
Elvar Geir Magnússon
Barcelona leggur aukna áherslu á að fá Raphinha
Powerade
Raphinha, leikmaður Leeds.
Raphinha, leikmaður Leeds.
Mynd: Getty Images
Seldur í sumar?
Seldur í sumar?
Mynd: EPA
Raphinha, Zaha, Martinez, Ginter, Sarr, Ramsay, Hamer og fleiri í slúðurpakkanum á þessum fallega fimmtudegi.

Barcelona leggur aukna áherslu á að landa brasilíska vængmanninum Raphinha (25) og er með tvö mismunandi tilboð í undirbúningi, eftir því hvort Leeds United heldur sér uppi eða ekki. (Telegraph)

Juventus, Paris Saint-Germain, AC Milan og Newcastle hafa áhuga á enska miðjumanninum Jesse Lingard (29) sem býr sig undir að yfirgefa Manchester United eftir að hafa verið hjá félaginu í 22 ár. (Mail)

Ólíklegt er að vængmaðurinn Wilfried Zaha (29) skrifi undir nýjan samning við Crystal Palace og gæti hann verið seldur í sumar þar sem samningur hans rennur út 2023. (Times)

Arsenal hefur áhuga á argentínska sóknarmanninum Lautaro Martínez (24) hjá Inter þrátt fyrir að umboðsmaður leikmannsins segir hann ekki vera að hugsa um að yfirgefa ítalska félagið. (Goal)

Arsenal hefur einnig áhuga á franska vængmanninum Moussa Diaby (22) hjá Bayer Leverkusen. (SportBILD)

Þýski miðvörðurinn Matthias Ginter (28) hjá Borussia Mönchengladbach hafnaði því að fara til Aston Villa í sumar og mun ganga í raðir Freiburg í staðinn. (Football Insider)

Markaðsvirði Marcus Rashford, sóknarmanns Manchester United, hefur fallið um 90 milljónir punda síðan í byrjun árs 2021. (Express)

Newcastle hefur verið boðið tækifæri til að kaupa Ismaila Sarr (24) frá Watford sem vill fá 40 milljónir punda fyrir senegalska sóknarleikmanninn. (Football Transfers)

Liverpool er að fylgjast með skoska U21 landsliðsbakverðinum Calvin Ramsay (18) hjá Aberdeen. (Liverpool Echo)

Brighton hefur áhuga á hollenska miðjumanninum Gustavo Hamer (24) hjá Coventry. (Football Insider)

Hætta er á að West Ham missi af sóknarmanninum Adam Hlozek (19) hjá Sparta Prag þrátt fyrir að hafa fengið möguleika á að fá hann lánaðan í sumar. (90min)
Athugasemdir
banner
banner
banner