Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. maí 2022 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Ein breyting hjá West Ham
Mynd: EPA
Mynd: Rangers
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Undanúrslitaleikir í Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni fara fram í kvöld og hafa byrjunarliðin verið staðfest.


Í Evrópudeildinni er hörkuslagur í Frankfurt þar sem heimamenn taka á móti West Ham eftir 1-2 sigur í fyrri leiknum í London.

David Moyes gerir aðeins eina breytingu á liðinu sem tapaði á heimavelli þar sem Vladimir Coufal spilar í hægri bakverði fyrir Ben Johnson. 

Þá er spennandi leikur í Glasgow þar sem Rangers tekur á móti RB Leipzig eftir 1-0 sigur Leipzig í Þýskalandi.

Rangers er með menn á borð við Aaron Ramsey, Scott Arfield og Amad Diallo á bekknum. Gestirnir frá Leipzig eru með stærri nöfn þar sem Andre Silva og Dominik Szoboszlai eru meðal varamanna.

Kemar Roofe er fjarverandi vegna meiðsla á meðan Ramsey er að jafna sig eftir meiðsli og gæti komið við sögu á lokakaflanum.

Frankfurt: Trapp, Tuta, Hinteregger, N'Dicka, Knauff, Sow, Rode, Kostic, Hauge, Borre, Kamada.
Varamenn: Grahl, Jakix, Hrustic, Lammers, Toure, Hasebe, Ache, Chandler, Da Costa, Lenz, Barkok, Paciencia.

West Ham: Areola, Coufal, Dawson, Zouma, Cresswell, Soucek, Rice, Bowen, Lanzini, Fornals, Antonio.
Varamenn: Fabianksi, Rudolph, Yarmolenko, Vlasic, Noble, Benrahma, Diop, Fredericks, Masuaku, Johnson, Kral, Alese.

Rangers: McGregor, Tavernier, Goldson, Bassey, Barisic, Lundstram, Jack, Kamara, Aribo, Wright, Kent
Varamenn: McCrorie, McLaughlin, Diallo, Davis, Ramsey, Sands, Balogun, Sakala, Arfield, King, Lowry

Leipzig: Gulacsi, Angelino, Orban, Poulsen, Klostermann, Nkunku, Olmo, Laimer, Gvardiol, Henrichs, Kampl
Varamenn: Tshauner, Martinez, Simakan, Forsberg, Adams, Szoboszial, Mukiele, Halstenberg, Andre Silva, Raebiger, Novoa


Þá á Leicester leik við Roma í undanúrslitum Sambandsdeildarinnar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Leicester.

Brenan Rodgers teflir fram fimm manna miðju á erfiðum útivelli þar sem James Maddison og Kiernan Dewsbury-Hall koma inn í byrjunarliðið.

Tammy Abraham leiðir sóknarlínu Roma með Nicoló Zaniolo og Lorenzo Pellegrini. Henrikh Mkhitaryan er meiddur.

Í hinum undanúrslitaleiknum eigast Marseille og Feyenoord við í Frakklandi. Feyenoord vann 3-2 á heimavelli og leiðir því viðureignina naumlega.

Roma: Rui Patricio, Mancini, Smalling, Ibanez, Karsdrop, Cristante, Oliveira, Pellegrini, Zalewski, Zaniolo, Abraham.
Varamenn:  Fuzato, Vina, Perez, Shomurodov, Maitland-Niles, Veretout, Kumbulla, Spinazolla, Diawara, Bove, Afena-Gyan, El Shaaraway.

Leicester: Schmeichel, Justin, Evans, Fofana, Pereira, Dewsbury-Hall, Tielemans, Maddison, Barnes, Lookman, Vardy.
Varamenn: Ward, Soyuncu, Albrighton, Iheanacho, Perez, Amartey, Choudhury, Vestergaard, Castagne, Daka, Thomas, Soumare.


Athugasemdir
banner
banner