Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. maí 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Býst ekki við því að Ronaldo fari í sumar
Cristiano Ronaldo gæti verið áfram hjá United
Cristiano Ronaldo gæti verið áfram hjá United
Mynd: EPA
David Ornstein, einn virtasti blaðamaður Englands, gerir ráð fyrir því að Cristiano Ronaldo verði áfram hjá Manchester United á næsta tímabili en hann sagði frá þessu í hlaðvarpsþætti sínum í gær.

Ronaldo, sem er 37 ára gamall, er samningsbundinn United út næsta tímabil en það hafa verið sögusagnir um það að hann gæti yfirgefið félagið í sumar.

Hann er kominn með 18 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð í annars slöku liði United en undanfarna daga hefur hann verið orðaður við endurkomu til Real Madrid.

Erik ten Hag tekur við United í sumar af Ralf Rangnick og er gert ráð fyrir miklum breytingum á leikmannahópnum en Ornstein telur þó að Ronaldo verði ekki einn af þeim sem yfirgefa félagið í sumar.

„Cristiano Ronaldo verður ekki einn af þeim leikmönnum sem fer frá félaginu í sumar. Hann er enn samningsbundinn og ég held að við munum sjá hann í plönum Ten Hag. Ég er ekki að fá sterkar vísbendingar um að hann sé á förum," sagði Ornstein.
Athugasemdir
banner
banner