Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 05. maí 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin í dag - Hvaða lið leika til úrslita?
West Ham heimsækir Eintracht Frankfurt
West Ham heimsækir Eintracht Frankfurt
Mynd: EPA
Það kemur í ljós í kvöld hvaða lið leika til úrslita í Evrópudeildinni og Sambandsdeild Evrópu en það er möguleiki á því að eitt enskt lið verði í öllum úrslitaleikjum í Evrópukeppnunum þremur.

West Ham tapaði fyrir Eintracht Frankfurt í Lundúnum, 2-1, en liðið fer nú til Þýskalands og reynir að snúa við taflinu. Á meðan spilar Rangers við Leipzig. Angelino tryggði Leipzig 1-0 sigur í fyrri leiknum í Þýskalandi.

Í Evrópudeildinni mætir Roma liði Leicester. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli á King Power-leikvanginum og þá spilar Marseille við Feyenoord. Feyennord vann fyrri leikinn í Hollandi, 3-2.

Það er því möguleiki á að England eigi fulltrúa í Evrópukeppnunum þremur en Liverpool spilar til úrslita í Meistaradeildinni.

Leikir dagsins:

Evrópudeildin
19:00 Rangers - RB Leipzig
19:00 Eintracht Frankfurt - West Ham

Sambandsdeildin
19:00 Roma - Leicester
19:00 Marseille - Feyenoord
Athugasemdir
banner
banner
banner