banner
   fim 05. maí 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Lengjudeildin fer af stað
Fylkir spilar við KV
Fylkir spilar við KV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjudeild karla og kvenna hefst í dag með fjórum leikjum og má finna þar nágrannaslag milli Hauka og FH á Ásvöllum.

Í Lengjudeild karla eru tveir leikir. Fylkir, sem féll úr efstu deild í fyrra, mætir KV, sem vann sig upp í Lengjudeildina eftir góðan árangur á síðasta ári. Liðin eigast við á Würth-vellinum klukkan 19:15.

HK spilar þá við Selfoss í Kórnum á sama tíma.

Þá eru tveir leikir í Lengjudeild kvenna. Haukar og FH eigast við í nágrannaslag á Ásvöllum og hefst sá leikur klukkan 19:15. Á sama tíma mætir Víkingur R. liði Augnabliks á Víkingsvellinum.

Leikir dagsins:

Lengjudeild karla
19:15 Fylkir-KV (Würth völlurinn)
19:15 HK-Selfoss (Kórinn)

Lengjudeild kvenna
19:15 Haukar-FH (Ásvellir)
19:15 Víkingur R.-Augnablik (Víkingsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner