Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 05. maí 2022 21:27
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: FH rúllaði yfir Hauka - Christabel hetjan í Fossvogi
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Christabel sýndi engan miskunn gegn Augnabliki.
Christabel sýndi engan miskunn gegn Augnabliki.
Mynd: Víkingur R.

FH gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk í Hafnarfjarðarslagnum gegn Haukum í Lengjudeild kvenna.


Shaina Ashouri setti tvennu í auðveldum sigri FH og komust Kristin Schnurr og Telma Hjaltalín Þrastardóttir einnig á blað.

FH byrjar tímabilið vel í Lengjudeildinni en liðið missti af sæti í efstu deild í fyrra.

Víkingur R. endaði í fjórða sæti í fyrra og byrjar nýtt tímabil á naumum sigri gegn Augnablik eftir að hafa lent undir í tvígang.

Augnablik tók forystuna tvisvar sinnum í fyrri hálfleik en Víkingur kom til baka og skóp sigurinn að lokum.

Christabel Oduro var hetja Víkings þar sem hún skoraði öll þrjú mörk liðsins í 3-2 sigri.

Christabel er 29 ára gamall framherji frá Kanada sem á 5 A-landsleiki að baki. Hún raðaði inn mörkunum með Grindavík í fyrra en árið á undan spilaði hún með Kalmar í Svíþjóð.

Haukar 0 - 4 FH
0-1 Kristin Schnurr ('7)
0-2 Shaina Faiena Ashouri ('32)
0-3 Shaina Faiena Ashouri ('64)
0-4 Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('78)

Sjáðu textalýsinguna.

Víkingur R. 3 - 2 Augnablik
0-1 Sara Svanhildur Jóhannsdóttir ('1)
1-1 Christabel Oduro ('22)
1-2 Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('40)
2-2 Christabel Oduro ('66)
3-2 Christabel Oduro ('90)

Sjáðu textalýsinguna.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner