Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 05. maí 2022 14:34
Elvar Geir Magnússon
Reguilon ekki með gegn Liverpool
Reguilon.
Reguilon.
Mynd: EPA
Liverpool og Tottenham mætast klukkan 18:45 á laugardagskvöld. Liverpool er í baráttu um Englandsmeistaratitilinn en Tottenham að berjast um Meistaradeildarsæti.

Antonio Conte, stjóri Tottenham, sagði frá því á fréttamannafundi í dag að spænski vinstri bakvörðurinn Sergio Reguilon yrði ekki með á leiknum.

„Hann hefur ekki getað æft með okkur. Það eru bara tvær vikur eftir af tímabilinu og ég er ekki viss um að hann komi aftur fyrir það," segir Conte.

Á fréttamannafundinum var Conte spurður að því hvort Dejan Kulusevski sem hefur heillað á láni frá Juventus muni ganga alfarið í raðir Tottenham. Sænski vængmaðurinn kom á 18 mánaða lánssamningi í janúarglugganum fyrir 8,3 milljónir punda með möguleika á kaupum fyrir 29,2 milljónir punda.

„Hann er á láni en samt er hann 100% Tottenham leikmaður að öllu leyti. Ekki opinberlega en hann er 100% leikmaður Tottenham," segir Conte.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner