fim 05. maí 2022 10:45
Elvar Geir Magnússon
Seattle Sounders vann Concacaf Meistarakeppnina
Seattle Sounders verður með á HM félagsliða.
Seattle Sounders verður með á HM félagsliða.
Mynd: Getty Images
Bandaríska MLS-deildarliðið Seattle Sounders vann Concacaf Meistararakeppnina eftir 3-0 heimasigur gegn Pumas UNAM frá Mexíkó og úrslitaeinvígið samtals 5-2 eftir að fyrri leikurinn hafði endað með jafntefli.

Sigurinn færir Seattle sæti á HM félagsliða og verður liðið það fyrsta úr MLS-deildinni til að taka þátt í þeirri keppni.

Perúmaðurinn Raul Ruidiaz skoraði tvívegis í seinni leiknum og Nicolas Lodeiro kom sér á blað seint í leiknum.

„Það eru ekki til orð sem lýsa tilfinningum mínum núna. Liðið hefur skrifað söguna og það verðskuldað," sagði Ruidiaz en um 68 þúsund áhrofendur voru á leiknum.

Kína mun halda næsta HM félagsliða en ekki er búið að staðfesta leikdaga.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner