Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. maí 2022 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Síle sakar Ekvador um svindl - Missir Ekvador sætið á HM?
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Knattspyrnusamband Síle hefur beðið FIFA að hrinda af stað formlegri rannsókn á landsliðsmanni Ekvador sem heitir Byron Castillo.


Knattspyrnusambandið segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Castillo sé í raun fæddur í Kólumbíu og að fæðingarárið hans sé 1995 en ekki 1998.

Castillo er hægri bakvörður og kantmaður sem er búinn að vinna sér inn byrjunarliðssæti hjá Ekvador. Hann hefur verið lykilmaður í liði Barcelona SC í Ekvador undanfarin ár.

Ef ásökunin frá Síle reynist rétt gæti Ekvador þurft að gefa upp sæti sitt á HM í Katar í ljósi þess að Castillo spilaði í undankeppninni.

Síle vill að allir leikir sem Castillo spilaði í breytist í 3-0 tap, en það myndi gera það að verkum að landslið Síle færi yfir Ekvador, Perú og Kólumbíu á stöðutöflunni og beinustu leið á HM

Í yfirlýsingu frá knattspyrnusambandi Síle er knattspyrnusamband Ekvador sakað um að vita af þessari staðreynd og hjálpa leikmanninum að hylma yfir hana.

Samkvæmt ferilskránni byrjaði Castillo að spila aðalliðsfótbolta aðeins 16 ára gamall með Deportivo Azogues í B-deildinni í Ekvador.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner