Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 05. maí 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Stefnt að því að gera völlinn kláran fyrir leikinn gegn Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA mun áfram spila á Dalvíkurvelli á meðan það er verið að gera allt klárt á nýja æfingasvæði KA en þar mun rísa ný keppnisvöllur. Það er verið að ganga frá framkvæmdum þar en menn höfðu vonast eftir því að spila fyrsta heimaleikinn gegn FH en Arnar Grétarsson, þjálfari KA, býst við því að spila einn leik til viðbótar á Dalvíkurvelli.

Framkvæmdir á nýja svæðinu hófust í síðasta mánuði og hafa gengið vel. Á meðan þurfti KA að spila fyrstu tvo heimaleikina á Dalvíkurvelli.

KA mun að öllum líkindum spila við FH á Dalvíkurvelli eftir sex daga en liðið getur á næstu dögum byrjað að æfa á æfingavelli sem er svipaður þeim sem er staðsettur á Dalvík.

„Ég á ekki von á því. Bjartasta spá var FH heima en ég held að þeir séu að byrja að leggja grasið á morgun. Það er frábært en við verðum komnir með æfingavöll um helgina eða rétt eftir helgi, sem er náttúrlega geggjað fyrir okkur að geta æft á velli eins og þessum og svo líða nokkrir dagar þangað til að 'sprinkler-systemið' verði komið í gang og svoleiðis, þannig það er jákvætt og geggjaðar fréttir," sagði Arnar við Fótbolta.net.

KA spilar svo við Stjörnuna þann 22. maí og er stefnan að það verði fyrsti heimaleikurinn á nýjum velli.

„En ég held að stúkan og að gera völlinn kláran fyrir þær kröfur sem KSÍ setur, verður held ég ekki klárt fyrr en 22. maí gegn Stjörnunni," sagði Arnar ennfremur.
Arnar Grétars: Eigum að geta gert betur en þetta
Athugasemdir
banner