Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 05. maí 2022 15:16
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn Liverpool fá fjórðung af sætunum á Stade de France
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn Liverpool munu fá 19.618 miða á úrslitaleik Meistaradeildarinnar, leikinn gegn Real Madrid sem fram fer á Stade de France í París þann 28. maí. Það er um fjórðungur sæta á leikvangnum.

UEFA selur 12 þúsund miða til fótboltaáhugafólks víða um heim en umsóknir um þá miða runnu út 28. apríl.

Meirihluti miða fyrir stuðningsmenn Liverpool, um 56%, verða seldir á um 20 þúsund krónur stykkið.

Stuðningsmenn Real Madrid fá svipaðan fjölda, um 23 þúsund sæti eru fyrir fótboltasambönd í Evrópu, styrktaraðila og fjölmiðla.

Úrslitaleikurinn átti upphaflega að fara fram í Pétursborg í Rússlandi en var færður til París vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner