Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 05. júní 2021 09:20
Elvar Geir Magnússon
Arnar Viðars: Gerum okkur allir grein fyrir því að þetta var ekki gott
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson viðurkennir í viðtali við mbl.is að frammistaða Íslands í 1-0 útisigrinum gegn Færeyjum í gær hafi ekki verið góð.

Mikael Anderson skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleik en stóran hluta leiksins var færeyska liðið einfaldlega betra.

„Við ger­um okk­ur all­ir grein fyr­ir því að þetta var ekki gott og Fær­ey­ing­arn­ir voru betri en við í kvöld að mörgu leyti. Okk­ur tókst þó að sigla þess­um sigri heim með ákveðinni seiglu. Það má segja að liðið hafi spilað frá­bær­lega í Dallas en tapað, en náð í úr­slit í kvöld. Von­andi get­um við náð þessu hvoru tveggja í Póllandi á þriðudag­inn," segir Arnar.

„Við erum ennþá að kynna okk­ar hug­mynda­fræði fyr­ir leik­mönn­un­um og við horf­um á þetta sem upp­bygg­ingu til lengri tíma. Yngri leik­menn eru að koma inn í liðið og fá tæki­færi og okk­ur fannst mik­il­vægt að nýir menn sem fengu tæki­færi gegn Mexí­kó fengju að spila aft­ur í dag. Það skipt­ir miklu máli að fá að spila tvo leiki í röð því þá reyn­ir meira á menn. Stund­um er auðvelt að spila fyrsta leik­inn en svo get­ur sá næsti verið erfiðari, ásamt því að þá kem­ur þreyta eft­ir ferðalag líka inn í spilið. Það er því mik­il reynsla fyr­ir þá að fá tvo leiki í röð. Nú þurf­um við leik­greina leik­ina og frammistöðuna og læra af þessu."

Íslenska liðið heldur nú til Póllands þar sem leikið verður gegn heimamönnum á þriðjudag. Leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner