Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 05. júní 2021 08:45
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Freysi, landsleikur, EM og íslenski á X977 í dag
Freyr Alexandersson er gestur þáttarins.
Freyr Alexandersson er gestur þáttarins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikið í gangi í fótboltanum og nóg að ræða í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag, milli 12 og 14.

Elvar Geir og Tómas Þór verða á sínum stað og fara yfir landsleik Færeyja og Íslands í upphafi þáttar.

Gestur þáttarins er Freyr Alexandersson sem er nýkominn frá Katar þar sem hann var aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar með Al Arabi.

Freysi ræðir um veruna á Arabíuskaganum og ræðir einnig um Pepsi Max-deildina og spáir í spilin fyrir Evrópumót landsliða sem hefst 11. júní.

Þá verður rætt um tilnefningar á besta leikmanni fyrsta þriðjungs Pepsi Max-deildarinnar og farið ofan í fimmtu umferð Lengjudeildarinnar.


Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner