Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 05. júní 2021 13:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrrum markvörður Þórs með sjálfsmark í tapi gegn Bjarna Mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brage, lið Bjarna Mark Antonssonar fékk Eskilstuna í heimsókn í næst efstu deildinni í Svíþjóð í dag.

Brage vann með einu marki gegn engu en Josh Wicks, markvörður Eskilstuna og fyrrum markvörður Þórs varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Bjarni spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Brage.

Þetta var aðeins annar sigur Brage á tímabilinu en þeir eru í 13.sæti af 16 eftir 9 leiki með 9 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Landskrona eftir viku.

Markið var ansi klaufalegt en Wicks missti boltann inn eftir hornspyrnu, sjá má markið hér að neðan:


Athugasemdir
banner
banner
banner