banner
   lau 05. júní 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hazard um ráðningu Ancelotti: Góðar fréttir fyrir mig
Eden Hazard.
Eden Hazard.
Mynd: Getty Images
Það hefur ekki verið mikið að frétta hjá Eden Hazard frá því hann var keyptur til Real Madrid frá Chelsea 2019.

Hann hefur verið mikið meiddur og ekki náð að sýna sínar bestu hliðar - langt því frá.

Zinedine Zidane hætti á dögunum sem þjálfari Real Madrid og var Carlo Ancelotti ráðinn aftur. Hazard segir að það séu góðar fréttir fyrir sig persónulega.

„Hann vann Meistaradeildarahópinn með þessu liði og þekkir marga leikmennina. Við vitum að hann er þjálfari með mikla reynslu," segir Hazard við RBTF.

„Hann þekkir borgina og stuðningsmennina. Ég held að við getum gert frábæra hluti saman. Ég þekki hann persónulega en ég hef heyrt að hann sé góð manneskja sem vill vinna. Það er það sem við viljum öll."

„Við fáum núna tækifæri til að vinna saman og það eru góðar fréttir fyrir mig."

Það verður spennandi að sjá hvort Hazard nái að springa út undir stjórn Ítalans.
Athugasemdir
banner
banner
banner