lau 05. júní 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað næst fyrir Andrea Pirlo?
Andrea Pirlo.
Andrea Pirlo.
Mynd: EPA
Andrea Pirlo var að klára sitt fyrsta ár í þjálfun. Honum var hent beint í djúpu laugina og síðan kastað upp úr henni að tímabilinu loknu.

Hann var í fyrstu ráðinn þjálfari U23 liðs Juventus en svo losnaði staðan hjá aðalliðinu og þetta stóra félag gaf honum stöðuhækkun strax.

Hann stýrði Juventus til sigurs í ítalska bikarnum en á öðrum vígstöðum olli það vonbrigðum og rétt komst í Meistaradeildina.

Eftir tímabilið var Pirlo látinn fara og Massimilano Allegri ráðinn aftur.

Hvað næst er Pirlo?

Það er áfram áhugi á honum þrátt fyrir að það hafi ekki gengið sérstaklega vel með Juventus. Samkvæmt bresku götublöðunum er Everton búið að ræða við hann og þá kom það fram í uppgjörsþætti "Ítalski boltinn" hlaðvarpsins að hann hefði verið orðaður við Sassuolo.

„Það væri heldur betur skref niður á við fyrir Andrea Pirlo, að taka við Sassuolo, eftir að hafa þjálfað Juventus. Það er mjög óalgengt fyrir ítalskan þjálfara að fá tækifæri hjá stærstu liðunum án þess að hafa nokkra þjálfarareynslu áður. Þetta er ekki eðlileg staða sem Pirlo er í. Hann útskrifaðist sem þjálfari síðasta haust. Að fara til Sassuolo núna og eyða nokkrum árum þar... það gæti kannski verið ágætis uppskrift til að byggja ferilinn upp aftur," sagði Björn Már Ólafsson.

Það verður spennandi að sjá hvað hann tekur að sér næst.
Ítalski boltinn - Uppgjörsþáttur tímabilsins
Athugasemdir
banner
banner
banner