Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 05. júní 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína getur orðið þýskur meistari á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir getur orðið þýskur meistari í fótbolta á morgun.

Karólína gekk í raðir Bayern München í janúar á þessu ári og hefur hún spilað fimm leiki með liðinu í þýsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Bayern hefur átt frábært tímabil og unnið 19 leiki af 21. Fyrir lokaumferðina er Bayern með tveggja stiga forystu á Wolfsburg sem er í öðru sæti.

Bayern á heimaleik við Eintracht Frankfurt á morgun á meðan Wolfsburg mætir Werder Bremen. Það er athyglisvert að besta vinkona Karólínu, Alexandra Jóhannsdóttir, spilar með Frankfurt.

Leikurinn hefst klukkan 12:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Viaplay.

Karólína er ein okkar öflugasta fótboltakona en viðtal við hana má lesa hérna.
Athugasemdir
banner
banner