Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 05. júní 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Köttarar gefa út fjögur ný lög
Mynd: Raggi Óla
Köttararnir, stuðningssveit Þróttar í Reykjavík, hafa sent frá sér fjögur ný lög sem finna má á streymisveitunni Spotify.

Frá Pæjumóti í Pepsí er lag eftir Jón Ólafsson & Halldór Gylfason og fjallar um stelpurnar í Þrótti. Það er sungið af Hildi Völu og leikmönnum meistaraflokks kvenna.

Þróttarinn er texti eftir Halldór Gylfason við þekkt lag Magnúsar Eiríkssonar (Þorparinn). Það er flutt af þeim Halldóri og Ottó Tynes.

My Friend The Wind er þekktur slagari sem Böddi Reynis flytur ásamt leikmönnum úr Old Boys liði Þróttar og síðast en ekki síst má finna nýtt inngöngustef til notkunar á heimaleikjum á Eimskipsvellinum í Laugardal.

Köttarar hafa löngum þótt einstaklega sterkir á listræna svellinu ekki síður en í stúkunni og innan þeirra vébanda má finna fjöldan allan af listafólki sem hefur verið duglegt að búa til lög og texta svo efla megi andann sem mest. Alls hafa þeir sent frá sér á þriðja tug laga frá árinu 1998 þegar Þróttaranammi kom út, sælla minninga.

Hægt er að finna lögin með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner