Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 05. júní 2021 09:35
Elvar Geir Magnússon
Markametið fellur ekki í Póllandi - Kolbeinn og Þórir yfirgefa hópinn
Icelandair
Kolbeinn er 31 árs.
Kolbeinn er 31 árs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbein Sigþórsson vantar eitt mark til að slá markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með íslenska landsliðinu. Hann skoraði sitt 26. landsliðsmark í október 2019 og jafnaði þá Eið.

Kolbeinn fékk í gær sannkallað dauðafæri til að eiga metið einn í vináttulandsleiknum gegn Færeyjum en markvörður heimamanna varði þá frá honum.

Ísland vann 1-0 útisigur í gær en heldur núna til Póllands þar sem leikinn verður vináttulandsleikur gegn heimamönnum á þriðjudag.

Kolbeinn heldur hinsvegar til félagsliðs síns, Gautaborgar í Svíþjóð, og tekur ekki þátt í þriðja leik Íslands í þessum landsleikjaglugga.

„Kol­beinn, Aron og Birk­ir hafa verið frá­bær­ir í þess­ari ferð og hafa stutt gríðarlega vel við ungu leik­menn­ina, inn­an vall­ar sem utan," sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í viðtali við mbl.is.

Þórir Jóhann Helgason, leikmaður FH, tekur heldur ekki þátt í leiknum gegn Póllandi og er á heimleið til Íslands. Þessi tvítugi leikmaður lék sinn fyrsta A-landsleik í 2-1 tapinu gegn Mexíkó fyrir viku síðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner