lau 05. júní 2021 13:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Phil Foden valinn besti ungi leikmaðurinn
Mynd: EPA
Phil Foden var varinn besti ungi leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Foden hafði betur gegn Alexander-Arnold (Liverpool), Bukayo Saka (Arsenal), Declan Rice (West Ham United), Mason Greenwood (Manchester United) og Mason Mount (Chelsea) í kjörinu.

Phil Foden var flottur í liði englandsmeistarana Man City á tímabilinu. Hann skoraði 9 mörk og lagði upp fimm í 28 leikjum í deildinni.

Hann hefur verið þolinmóður en hann spilaði sína fyrstu leiki í deildinni tímabilið 2017-18 og Guardiola talað lengi vel um hann. Það var loksins á síðasta tímabili sem hann fékk nóg af tækifærum, eða 23 leiki í deildinni.

Phil Foden er í leikmannahópi enska landsliðsins sem fer á EM í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner